Jafnrétti

Ég hef aldrei almennilega skilið muninn á kynferðislegum pælingum milli
kynjanna. Og ég hef aldrei áttað mig á öllu þessu venus og mars dæmi. Ég
hef aldrei fattað afhverju karlar hugsa með hausnum og en konur með
hjartanu, bara hljómar rangt.

T.d eitt kvöld í síðustu viku, vorum við konan að koma okkur í rúmið. Þú
veist, ástríðan fer síðan í gang og maður gerir sig líklegan til góðra
gjörða. Þá tekur hún upp á því að segja " Æi ég er eiginlega ekki í stuði
fyrir þetta núna, ég vil bara að þú haldir utan um mig"

Ég segi lágt( en hrópa í kollinum) HVAÐ !!!!!!!.  Hvað er eiginlega í gangi
hugsa ég.

Hún svara furðulostna svipnum mínum með því að segja: " Getur þú ekki bara
elskað mig fyrir hver ég er en ekki fyrir hvað ég get gert fyrir þig í
rúminu. " (Svarar maður svona)

Það sem allir kærastar/Eiginmenn hræðast mest að heyra frá konunni sem þeir
ætla að eyða lífinu með er : " Þú ert bara ekki í snertingu við mínar
tilfinningalegu þarfir sem kona og því er ég ekki klár í að fullnægja þínum
líkamlegu þörfum, sem maður.

Þegar ég áttaði mig á því þetta kvöld að ég var ekki að fá neitt, snéri ég
mér við og fór að sofa. Strax næsta dag ákvað ég að taka mér frí frá
vinnunni til að geta eytt deginum með konunni minn. Við fórum út og fengum
okkur hádegismat saman og fórum svo í eina af tveimur stóru, stóru
fjölverslunum þar sem er hægt að fá nánast allt. Ég gekk um með henni á
meðan hún mátaði hin og þessi dress sem kostuðu mis mikið en flest þó mjög
dýr. Hún var að vandræðast mest með einhver tvö dress, hvort dressið hún
ætti að kaup. Þar sem ég var fullur iðrunar á skilningsleysinu mínu
gagnvart henni kvöldinu áður sagði ég, " því kaupir þú ekki bara bæði." Hún
vildi fá nýja skó sem pössuðu við nýju dress-IN. Þannig að ég sagði, " Því
ekki að kaupa þá bara 2 pör". Þar á eftir lá leið okkar að
skartgripadeildinni þar sem hún rasaði út og valdi flott par af demannts
eyrnalokkum.

Ég get sagt ykkur það, að hún var svo spennt yfir þessu öllu saman að ég
hef bara sjaldan séð annað eins, líklega haldið að ég væri að reyna að
nálgast hana betur en ég hafði áður gert. Ég hélt í smá stund að hún væri
að testa mig, hún nefnilega bað mig um svona tennis-svitaband, og hún
spilar ekki tennis. Ég held að hún hafi orðið frekar hissa þegar ég sagði "
já já , það er í góðu ástin mín". Hún var nánast að fá kynferðislega
fullnægingu í öllum þessum innkaupa hamagangi.

Brosandi út að eyrum full af væntingum og ánægju sagði hún loksins " Jæja,
ég held bara að þetta sé allt" (gott hugsaði ég og leit á tvær stút fullar
innkaupakerrur af hamingju). Við skulum fara á kassann og borga !!!!

Ég gat varla hamið mig þegar ég sagði við hana " Nei elskan, ég er bara
ekki stuði fyrir þetta núna"

Andlitið á henni varð skyndilega bara autt, eitt stórt ekkert. Kjamminn á
henni lafði niður á gólf, þegar hún loksins kom útúr sér,,, HVAÐ !

Þá sagði ég " Nei í alvöru elskan, ég vil bara að þú haldir á þessu í smá
stund, Þú ert bara ekki í nægri snertingu við fjárhagslegar þarftir mínar
sem maður til að ég geti fullnægt þínum fjárhagslegum þörfum sem kona.

Og akkurat þegar hún gaf mér þetta augnaráð eins og hún væri að fara að
drepa mig, bætti ég við " Afhverju getur þú ekki bara elskað mig fyrir hver
ég er, en ekki fyrir það hvað ég get keypt handa þér.
Það er óþarfi að tíunda eitthvað frekar um það en ég fékk ekkert þetta
kvöld.

kv. Gummi


Kúrekinn og Indjáninn

Kúreki sem var búktalari kemur gangandi inn í smábæ og sér þar indíána sitjandi á bekk.
Kúreki: Hey, flottur hundur. Er þér sama þó ég tali við hann?
Indíáni: Hundur ekki tala.
Kúreki: Heyrðu hundur, hvernig hefurðu það?
Hundur: Ég hef það fínt !
Indíáni: [Undrunarsvipur]
Kúreki: Er þetta eigandi þinn? [Bendir á indíánann]
Hundur: Jamm.
Kúreki: Hvernig fer hann með þig?
Hundur: Mjög vel. Hann fer með mig út að ganga tvisvar á dag, gefur mér góðan mat og fer með mig niður að vatninu einu sinni í viku og leikur við mig.
Indíáni: [trúir ekki eigin eyrum]
Kúreki: Er þér sama þó ég tali við hestinn þinn?
Indíáni: Hestur ekki tala.
Kúreki: Heyrðu hestur, hvernig hefurðu það?
Hestur: Komdu sæll kúreki.
Indíáni: [Undrunarsvipur]
Kúreki: Er þetta eigandi þinn? [Bendir á indíánann]
Hestur: Jamm.
Kúreki: Hvernig fer hann með þig?
Hestur: Nokkuð vel, þakka þér fyrir. Hann fer reglulega í útreiðartúra, kembir mér oft og lætur mig inn í hlöðu í skjól fyrir náttúruöflunum.
Indíáni: [Gjörsamlega hissa]
Kúreki: Er þér sama þó ég tali við kindina þína.
Indíáni: Nei nei kind ljúga , kind ljúga !!!

kv. Freyr


30 ára fermingarafmæli

Dagskrá 28 apríl KK húsið

17:00  Minningarathöfn látinna fermingasystkina í Keflavíkurkirkju

17:30  Skreytingar lagðar á leiði fermingasystkina jörðuð í Keflavíkurkirkjugarði

19:30  Húsið opnar, fordrykkur.  (KK húsið sko)

            Freyr Sverrisson er veislustjóri og skemmtikraftur kvöldsins          

20:30   Kynning á borðafyrirkomulagi ofl. (dregið verður um sæti og borð við inngang)

            Kvöldverður hefst.

Matseðill

Forréttir

            Heitreykt sinnepssmurð bleikja með arabísku kús kús salati

            Milt karrý og kokos sjávarréttarsalat í melónu

Cesar salat hrúga af romain salati með parmesan hvítlauks dressingu, fetaosti, brauðteningum og parmesanosti

Brauð og meðlæti

            Partybrauð 4 tegundir með ólífumauki, pesto, hummus

Aðalréttir með viðeigandi sósum

            Kjúklingabringa Tex Mex

            Ofnsteikt kryddjurtamarinerað lambalæri

            innbakaðar nautalundir Wellington í smjördeigi

Meðlæti

            Ferskt heitt grænmeti , blómkál, spergilkál, succini, paprika, gulrætur

            Grófskorið grænmeti og léttsteikt ( sama og hér fyrir ofan + cashew hnetur )

            kartöflugratin

            Franskar sætar sveitakartöflur með provance grænmeti olífuolíu og kryddi

Ábætir

            Súkkulaði fermingaterta með grand Marnier ís og jarðaberjum

 Skemmtiatriði

                  Leikir, uppistand, fíflagangur, fermingasöngur ofl.

Diskófjör og stuð hefst og mun Ásgeir Páll vera plötusnúður.

Bar mun verða á staðnum og hefur Örn Garðars reddað okkur frábærum barþjóni sem mun halda uppi stemmingu á barnum.

Fólki er heimilt að koma með drykki með sér sjálft líka.

 

Eins og þið sjáið þá er ekkert annað eftir en að mæta með góða skapið og skemmta sér og öðrum.

Kv. Gummi


Eins og venjulega fór Freyr snemma í háttinn

Eins og venjulega fór Freyr snemma í háttinn, kyssti konuna góða nótt og steinsofnaði. Seinna um nóttina vaknar hann og sér gamlan mann inn í svefnherberginu,klæddan í hvítan kufl. "Hvað í andskotanum ertu að gera í svefnherberginu mínu ?" segir Freyr reiður. "Þetta er ekki svefnherbergið þitt," segir maðurinn, "þú ert kominn til himna og ég er Lykla-Pétur." "HVAÐ? Ertu að segja að ég sé dauður ? Ég vil ekki deyja... ég er allt of ungur og á eftir að gera svo margt," segir Freyr. " Ef ég er dauður þá vil ég að þú sendir mig til baka á stundinni!" "Það er nú ekki svo einfalt," Svarar Pétur. Þú getur aðeins snúið til baka sem hestur eða hæna. Eða haldið áfram að vera dauður auðvitað. Freyr hugsaði þetta í nokkrar mínútur og komst að því að það er örugglega ekkert auðvelt líf að vera hestur, úti að hlaupa allan daginn með einhvern á bakinu, svo af tvennu illu þá væri líklegra betra að snúa aftur sem hæna. Það væri ábyggilega letilíf. "Ég vil snúa aftur sem hæna..." samstundis var Freyr kominn í hænsnakofameð fallegar fjaðrir og allar græjur. En almáttugur hvað honum var illt í afturendanum. Það var eins og hann væri að springa! Þá kemur haninn.... "Hæ þú hlýtur að vera ný hérna. Hvernig hefurðu það?"Allt í lagi býst ég við" Svarar Freyr en mér finnst eins og rassinn á mér sé að springa!"Þú ert bara að fara að verpa. Hefurðu aldrei verpt áður? Neiiiiiiii...... hvernig geri ég það? "Gaggaðu tvisvar og þrýstu svo af öllu afli" Svarar haninn. Og Freyr gaggar tvisvar og rembist svo eins og hann eigi lífið að leysa.skömmu síðar liggur hans fyrsta egg á gólfinu. "Vá segir Freyr þetta er meiriháttar svo gaggar hann aftur tvisvar og byrjaði að rembast og eittegg í viðbót liggur á gólfinu. Þegar hann gaggar í þriðja sinn heyrir hann konuna sína öskra: "Vaknaðu Freyr, í öllum bænum. Þú ert búin að skíta út um allt rúm.

kv. Skjöldur


10 ára fermingasöngurinn

10 ára fermingaafmæli

File0029


Bráðum koma blessuð jó........ fermingaafmælið.

Jæja þá er farið að styttast verulega í hittinginn okkar þann 28. apríl.  Það er mikil stemming í fólki fyrir þessu og sést það best bara með því að sjá fjölda heimsókna á heimasíðuna.  Listinn yfir "ég ætla að mæta"  hefur lengst töluvert síðustu daga en hann er ekki fullkomlega réttur miðað við greidda seðla og póst, en svona 99% réttur.  Í dag eru rúmlega 90 búnir að greiða .  Pláss er fyrir 110 í mat og þarf að vera búið að panta matinn og gefa upp fjöldann fyrir þriðjudagskvöldið. 

Ég hvet fólk til að hringja í þá sem þeir þekkja og sjá ekki á listanum yfir þá sem ætla að mæta, og koma þessu fólki í skilning um það hversu rosalega skemmtilegt fólk þetta er sem hittist þann 28.  Það væri hræðilegt slys að missa af þessu, því þetta gerist bara á 10 ára fresti.

Formleg dagskrá dagsins er orðin klár og verður birt hér á síðunni á mánudaginn ásamt matseðli ofl.  Elvar Gottskálksson er búinn að semja fermingaafmælislagið eins og venja er og verður það sungið hástöfum.

Eins og sjá má þá er allt að gerast og undirbúningsnefndin að missa sig af spenningi Grin.

kv. gummi


Að ráða í starfið

Starfsmannastjórinn þurfti að ráða í eina stöðu og eftir að hafa farið
yfir umsóknirnar stóðu eftir fjórir umsækjendur sem allir voru jafn hæfir.

Hann ákvað að boða alla á sinn fund og spyrja einnar spurningar. Svörin
myndu ákvarða hver fengi vinnuna.

Dagurinn rennur upp og allir fjórir umsækjendurnir eru saman komnir í
fundarherbergi fyrirtækisins og starfsmannastjórinn spyr: "Hvað er það
hraðasta sem þið vitið um?"

Sá fyrsti svarar: "Hugsun. Mannshugurinn virkar ótrúlega hratt og maður
getur fengið ótrúlegustu hugmyndir á nokkrum sekúndum."

"Mjög gott!" segir starfsmannastjórinn. "Og þú?" spyr hann umsækjanda
númer tvö. 

"Hmm... látum okkur sjá. Blikk augans. Það kemur og fer án þess að þú
þurfir að hugsa um það."

"Frábært!" segir starfsmannastjórinn. "Augnablik er einmitt mjög oft
notað sem mælikvarði á eitthvað sem gerist mjög hratt."

Hann snýr sér svo að þeim þriðja sem er tilbúinn með svar:

"Það hlýtur að vera hraði ljóssins," segir hann, "til dæmis, þegar ég er
að fara út í bílskúr, þá nota ég kveikjarann sem er við útidyrnar og áður
en ég get blikkað augunum, þá er ljósið komið á úti í bílskúr. Hraði ljóssins er það hraðasta sem ég þekki."

Starfsmannastjórinn var yfir sig hrifinn og hélt hann hefði fundið sinn
mann. "Það er erfitt að slá út hraða ljóssins." Þessu næst snýr hann sér að fjórða og síðasta umsækjandanum.

"Það er augljóst fyrir mér að það hraðasta í heimi er niðurgangur."

"Ha?" spyr starfsmannastjórinn, steinhissa á svarinu.

"Bíddu, leyfðu mér að útskýra. Sjáðu til, um daginn leið mér ekki vel og
dreif mig á klósettið. En áður en ég gat hugsað, blikkað eða kveikt ljósin, þá var ég búinn að drulla í buxurnar."

Hver heldur þú að hafi verið ráðinn?


Vitringarnir

  Kona kemur til læknisins með 16 ára dóttur sína.

"Jæja, frú Jóna," segir læknirinn, "hvert er vandamálið?"

"Það er varðandi dóttur mín, hana Döggu, hún er alltaf að fá þessa fíkn í vissar matartegundir, fitnar og er stöðugt með ógleði á morgnana."

Læknirinn skoðar Döggu vandlega og snýr sér svo að móðurinni og segir:

"Ja, ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að segja þér þetta, en málið er það að Dagga er ófrísk - ég giska á að hún sé komin 4 mánuði á leið."

"Ófrísk?!" svarar móðirin, "það getur ekki verið. Hún hefur aldrei nokkurn tíma verið skilin ein eftir með karlmanni! Er það nokkuð, Dagga?"

"Nei, mamma," svarar Dagga. "Ég hef ekki einu sinni kysst karlmann!"

Læknirinn gengur út að glugganum og starir rannsakandi út um hann. Það líða nærri fimm mínútur án þess að hann segi nokkuð, svo móðirin spyr:

"Er eitthvað að þarna úti, læknir?"

"Nei, í rauninni ekki," svarar hann. "Bara það að þegar svona nokkuð gerðist síðast þá birtist stjarna í austrinu og þrír vitringar komu yfir hæðina. Það er sko á hreinu að ég ætla ekki að missa af því.

Kv. Skjöldur


Þrír Karlar

Þrír karlar sátu saman yfir glasi. Þeir fóru að ræða um eiginkonur sínar.

Fyrst segir sá dökkhærði - konan mín er svo undarleg, það var
nautakjötsútsala í Hagkaup um daginn og hún keypti 50 kg af kjöti og
við sem eigum ekki einu sinni frystikistu. Nú liggur allt þetta kjöt
í þvottahúsinu og við komumst örugglega ekki yfir að éta það áður en
það skemmist.


Þá segir sá rauðhærði - konan mín er svo klikkuð, það var útsala á
notuðum bílum um daginn og hún keypti sér Toyotu og hún er ekki einu
sinni með bílpróf. Nú stendur bíllinn bara framan við húsið okkar óhreyfður.

Þá var ljóshærði karlinn farinn að veltast um af hlátri og segir við
félaga sína - ykkur finnst konurnar ykkar ekki gáfulegar, þið ættuð
þá að vita hvernig mín er. Hún er úti á Grikklandi með saumaklúbbnum
sínum, ha, ha, ha,
og hvað haldið þið að hún hafi tekið með sér, ha, ha, ha. Hún tók með
sér 50 pakka af smokkum og hún sem er ekki einu sinni með typpi.

kv. Skjöldur


Í grenndinni veit ég um vin sem ég á

Í grenndinni veit ég um vin sem ég á,
 í víðáttu stórborgarinnar.
 En dagarnir æða mér óðfluga frá
 og árin án vitundar minnar.


 Og yfir til vinarins aldrei ég fer,
 enda í kappi við tímann.
 Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er,
 því viðtöl við áttum í símann.

 En yngri vorum við vinirnir þá,
 af vinnunni þreyttir nú erum.
 Hégómans takmarki hugðumst við ná
 og hóflausan lífróður rérum.

 "Ég hringi á morgun", ég hugsaði þá,
 "svo hug minn fái hann skilið",
 en morgundagurinn endaði á
 að ennþá jókst milli okkar bilið.

 Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,
 að dáinn sé vinurinn kæri.
 Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk,
 að í grenndinni ennþá hann væri.

 Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd,
 gleymd ekki hvað sem á dynur,
 að albesta sending af himnunum send,
 er sannur og einlægur vinur.

kv. Skjöldur


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband