Ljóðið sem Brynja Guðmunds fór með í kirkjunni

Ég veit að lífið
Guð mér gaf
og ég margoft
hef reynt að skilja,

tilgang minn
á jörðu.

Ég finn ekki svar
en viss þó er
að það ofar mínum
skilningi er,

að vera góður
án eftirsjá
og hjálpa þeim
er þess þurfa,

þá vaknar þessi
innri þrá
að elska, þakka Guði
og biðja.


.........................

Skólasystkin erum við

Skólasystkin erum við
sátum eitt sinn hlið við hlið
skólinn okkur kenndi margt
plús,mínus,deilingu og allt.
En nú eru liðin 30 ár
og okkur finnst við
svaka klár.
eigi veit ég um mannskapinn
en eitt sinn bauð ég Jesú inn
gerði mér fljótlega grein fyrir því
að hann er klárari en öll við hin
Ég þakka honum fyrir altt
og við hann að bless'ykkur
þúsundfallt.

Skólasystkin ég bið í trú
að Guð ykkur blessi hér og nú
hair þú raun eða baráttu háð
þá mundu, að þú ert undir,
Jesú náð.

kær kveðja Brynja Guðmundsdóttir.


Fótbrot mitt

Upp á jökul lá mín leið
glöð í bragði
skrefin greið,
er hálfnuð var
ég lúin varð og
skreiddist upp á snjósleðann
það stytti mína vegalengd
því lærin voru orðin strengd
en Sólrún hún gekk hratt og vel
og aldrei var á eftir mér
þennan dag hún sigur vann
hún aldrei fór á snjósleðann.
Stoltar á jökkli stóðum við
seiðmagnaður kraftur við okkar il
hlógum dátt á niðurleið
því krafturinn oft mig
felldi og hreif.
Í sjöunda skiptið ég hló ei meir
því krafturinn mig felldi, og
braut um leið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Brynja virkilega vel gert og flutt! Vekur mann thil umhugsunar.

Ingimar Petursson (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 16:21

2 identicon

Gott Brynja, sjáumst heil.

Biggi G

Biggi G. (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 11:00

3 identicon

Gott Brynja, sjáumst heil.

Biggi G

Biggi G. (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband