19.2.2007 | 11:07
Nefndin
Nefndin hittist síðasta miðvikudagskvöld og fór yfir skipulag fermingaafmælisins þann 28. Apríl. Skipulag dagsins er komið á lokastig og gíróseðlar og bréf ætti að berast öllum fermingasystkinum fljótlega eftir helgi. Það er það sama og er hér að neðan. Ég vil biðja mótakendur að athuga að krafan á seðlinum fyrir fermingaafmælið er stíluð á Ásdís Ýr Jakobsdóttir.
Margir eru búnir að hafa samband við mig og sent myndir og láta vita af sér og það er frábært að fá að heyra í gömlum félögum. Endilega vera dugleg að hafa samband, senda myndir og láta heyra í sér.
Það sem fólk getur gert til að senda tilkynningar oþh er að skrifa í athugasemdir sem er undir hverri grein sem byrtist á forsíðunni eða hreinlega fara í gestabókina og skrifa skilaboð þar. Það þarf að gefa upp póstfang þegar skrifað er í gestabók/athugasemdir en það póstfang byrtist ekki í undirskrift. Ef einhver vill skrifa grein eða pistil sem á heima á forsíðu, endilega senda hana á mig gummi@hs.is og ég set hana upp.
Ég vil endilega hvetja fólk til að vera duglegt að koma með efni/sögur/myndir ofl, öðruvísi verður þessi síða ekki lifandi og skemmtileg.
Hérna fylgir mynd af undirbúningnefndinni.
Athugasemdir
mikið ótrúlega er gaman að sjá gamla bekkjar- og skólafélaga á mynd, þið standið ykkur frábærlega í þessari skipulagningu og heimasíðan er mjög skemmtileg, sjáumst kveðja úr Mosfellsbænum Nína.
Jónína Árnadóttir (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 10:47
Ég hef ekki vinnufrið fyrir þessari síðu... búin að hlægja mig máttlausa!! Frábært framtak
Heiða B. Heiðars, 20.2.2007 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.