20.2.2007 | 10:20
Þegar við vorum saklaus/vitlaus
Það var í Landafræðitíma í 6. bekk Kennarinn sem var Steinar Jóhanns spurði Palli Gunnars hvort er lengra til Kanada eða tunglsins ? Palli svaraði "Kanada" Þá sagði Steinar nei" hvernig dettur þér það í hug? Palli svaraði" það liggur í augum uppi. Maður sér til tunglsins héðan, en ekki til Kanada."
Í Náttúrufræðitíma hjá Gunna kennara var Óli Ingibergs spurður af því hvort hann gæti nefnt eitthvað dýr sem byggi í Ástralíu. Óli var fljótur að svara "Kengúra". Gott hjá þér Óli, en getur þú nefnt mér eitthvað annað dýr sem á líka heima í Ástralíu?" Það stóð ekki á svari hjá Óla " önnur kengúra."
Rúnar Ingibergs og Jóna Björg voru einu sinni samferða heim eftir skóla í 5. bekk. Á leiðinni sagði Rúnar við Jónu Björgu hvað heldur þú að ég hafi fundið í skólanum í dag? Hvað sagði Jóna. Ég fann smokk bak við miðstöðvaofninn." Hvað er miðstöðvarofn sagði Jóna?"
Kveðja Freyr Sverris
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.