Tökum hann inn þegar við vöknum

Margir úr okkar árgangi fóru í skóla í Reykjavík. Sumir tóku sig saman og leigðu íbúð,og var þá oft glatt á hjalla. Hér er saga af einum sem ekkert var búinn að hafa samband heim lengi. Hann leigði íbúð ásamt nokkrum skólafélögum sínum. Einn daginn tók faðirinn sig til og skrapp til Reykjavíkur til að heilsa upp á hann. Kom hann þangað eldsnemma morguns, og húsið þar sem sonur hans átti að búa, var harðlæst og hljótt. Faðirinn bankaði og bankaði á dyr, uns gluggi var opnaður og einhver spurði: Hver skrattinn gengur á ? Býr ekki Þorfinnur Sigurgeirsson hér segir faðirinn ? Jú rétt er það" ansar hinn áhugalaust og syfjulega. Skildu hann bara eftir á tröppunum. Við tökum hann svo inn fyrir, þegar við erum betur vaknaðir!

kv. Freyr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband