14.3.2007 | 11:31
Vissi ekki betur...
Eftir eitt sumarfríið í skólanum voru nemendur í 6. Bekk ST látnir skrifa stílverkefni um hvað hefði gerst um sumarið. Áslaug Finnsdóttir skrifaði:
Í sumar fórum við öll fjölskyldan og ég upp í Borgarfjörð. Á Hvanneyri sáum við alls konar dýr. Þar voru hestar og kýr, kindur og svín, hundar og kettir, og voða margar hænur. Og svo var einn gamal hani. Öll dýrin voru heilsuhraust, nema gamli haninn. Hann var orðinn svo lélegur að hænurnar þurftu að bera hann á bakinu allan liðlangan daginn."
kv. Freyr
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.