23.3.2007 | 10:55
Munnræpa
Nú er rétt rúmur mánuður þangað til við hittumst. Ég verð að segja að fyrir mig þá er mig farið að hlakka bara töluvert til að sjá gamla félaga og fermingasystkyn. Heimasíðan hefur fengið frábærar viðtökur og þakka ég fyrir það, en það má alltaf gera betur. Það sem mig langar ykkur um að gera er að grafa upp eitthvað af fermingamyndum, þ.e. mynd af ykkur í fermingafötunum oþh. Mér finnst vanta svoldið af myndum af fermingum og af ykkur eins og þið eruð í dag.
Þessi síða mun halda lífi einhvern tíma eftir 28. apríl og jafnvel breyta eitthvað um tilgang. Ég hef verið að setja inn svona 3-4 myndir á dag síðustu 2 vikur því ég er nánast uppiskroppa með myndir og ég vildi að nýjar myndir kæmu á síðuna á hverjum degi svo fólk haldi áfram að kíkja á hana. Einnig vantar sárlega einhverjar stuttar frásagnir oþh. og hvet ég fólk til að senda mér einhverjar línur sem hægt er að setja á bloggið, það gengur ekki að eina sem byrtist þar séu karlrembubrandarar frá honum Frey Sverris.
Nokkrir hafa komið til mín myndum bæði með e-mail og sem ég hef skannað og þakka ég þeim kærlega fyrir að hjálpa til við að gera þesss síðu skemmtilega fyrir okkur öll. Endilega sendið mér tillögur ef það er eitthvað sem ykkur finnst vanta á síðuna.
Kv. Gummi gummi@hs.is
Athugasemdir
Mér finnst eitt að segjast eiga 30 ára fermingarafmæli- svona hóp-statement....
En mér finnst alveg út í hött að segja "það eru 30 ár síðan ég var fermd"! Held að þetta hljóti að vera einhver misskilningur. Hef verið að rembast við að gera grein fyrir því hvern fj.... ég hef verið að gera í 30 ár. Upprifjunin dekkar í mesta lagi 20 ár og þá er ég að fara frekar frjálslega með tölur... enda reikningur aldrei mín sterkasta hlið. Hljóta að vera þessi 10 síðustu. Einhverra hluta vegna fóru þau ár mikið hraðar yfir en hin. Hafa ár skroppið saman?
Ég bý í Reykjaví og hef unnið við útgáfu Dagskrár vikunnar í 8 ár. Aldrei haldið mig við eitthvað eitt svona lengi áður... ekki einu sinni átt mann svona lengi í einu. En ég hef átt nokkra en skila þeim alltaf. Reyndar aldrei gift mig, enda flækir það bara málin þegar maður þarf að endurnýja Á tvær dætur, Karenu (27) og Brynju Dögg (22) Fjögur barnabörn... já fjögurt stykki takk fyrir! Á ég ekki örugglega metið?? Karen á þrjú á aldrinum 2-6 ára og Brynja Dögg á einn 6 mánaða.
Held úti frekar opinskáu bloggi hérna á mbl.is. Með því að smella á nafnið mitt hérna undir lendið þið þar. Stóð aldrei til að hafa það svona persónulegt, en ég hef komist að því að ég er alveg jafn gjörn á að skrifa áður en ég hugsa eins og að glopra orðum út úr mér!
Væri gaman ef fólk segði svolítið frá sér hérna :)
Hlakka til að sjá ykkur!
Heiða B. Heiðars, 23.3.2007 kl. 21:47
Það er nebblega það!
Takk Heiða, þetta má kalla forvitni eða hvað sem er, en mér finnst voða gaman að heyra hvað hefur orðið um ykkur öll sömul. Ég setti inn bull-síðuna mína og heimasíðu fjölskyldunna er að finnna gegnum það. Ég skora á alla að gera hið sama...(meil á munnræpuna)
Það eru kannski bara svona fáir úr árgangnum gjaldgengir í félag athyglissjúkra , ég vona ekki.
Einar Runarsson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 06:19
Já hvað skal nú segja og miklu frekar, hvað skal ekki segja!!! Hmmm Já 30 þetta getur bara ekki veri rétt ég heimta endurtalningu!!! Það eru 20 ár síðan ég fluttist til USA, veturinn 1987, rétt eftir fermingu , sem ég lagði land undir fót!!! Ég kom heim í nokkur ár en náði aldrei að aðlagast aftur eftir svona langa úti veru, enda orðin svolítið Ameríku sinnaður!!! Ég hóf nám í flugvirkjun hér Vestrat en áttaði mig fljótt á því að ég vildi meira en það, og tók einnig BS gráðu í Flugvéla Verkfræði, ekki var það nóg svo smellti mér Í Materinn, MBA og svo bætti um betur og tók einnig MA í Finance!!! Þá var kominn tími til að fara að gera eittvað, þó svo Háskólinn hafi verið virkilega skemmtilegur! . Ég á 3 börn 22 ára dóttir, 11 og 9 ára gamla drengi hér fyrir Vestan. Ég er ekki orðin afi, enda yngri en Heiða . Ég hef það rosalega gott hér mótothjólast um öll Bandaríkin, og er að fara í viku reisu um fjölin í tennessee nú á næstu dögum. Ég hlakka virkilega til að koma heim og hitta gamla félaga og gamlar vinkonur líka!! Sjáumst hresss bráðlega. Ingimar.
Ingimar Petursson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.