18.4.2007 | 16:22
Vitringarnir
Kona kemur til læknisins með 16 ára dóttur sína.
"Jæja, frú Jóna," segir læknirinn, "hvert er vandamálið?"
"Það er varðandi dóttur mín, hana Döggu, hún er alltaf að fá þessa fíkn í vissar matartegundir, fitnar og er stöðugt með ógleði á morgnana."
Læknirinn skoðar Döggu vandlega og snýr sér svo að móðurinni og segir:
"Ja, ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að segja þér þetta, en málið er það að Dagga er ófrísk - ég giska á að hún sé komin 4 mánuði á leið."
"Ófrísk?!" svarar móðirin, "það getur ekki verið. Hún hefur aldrei nokkurn tíma verið skilin ein eftir með karlmanni! Er það nokkuð, Dagga?"
"Nei, mamma," svarar Dagga. "Ég hef ekki einu sinni kysst karlmann!"
Læknirinn gengur út að glugganum og starir rannsakandi út um hann. Það líða nærri fimm mínútur án þess að hann segi nokkuð, svo móðirin spyr:
"Er eitthvað að þarna úti, læknir?"
"Nei, í rauninni ekki," svarar hann. "Bara það að þegar svona nokkuð gerðist síðast þá birtist stjarna í austrinu og þrír vitringar komu yfir hæðina. Það er sko á hreinu að ég ætla ekki að missa af því.
Kv. Skjöldur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.