Kæri Jón

Hermaður staðsettur í Afganistan fékk svokallað "Kæri Jón" bréf að heiman
frá kærustunni. Það hljómaði svona:

Kæri Jón

Ég get því miður ekki haldið sambandi okkar áfram. Fjarlægðin á milli
okkar er bara of mikil. Ég verð að viðurkenna að, frá því þú fórst, hef

haldið framjá þér tvisvar og það er ekki sanngjarnt fyrir hvorugt okkar.

Mér þykir þetta miður.

Vertu svo vænn að senda til baka myndina af mér sem ég sendi þér.

Ástarkveðja

Sigga........................................

 Hermaðurinn með særðar tilfinningar, bað félaga sína um að lána sér allar
þær myndir sem þeir hefðu af kærustum sínum, systrum eða fyrrverandi

kærustum. Þessar myndir auk myndarinnar af Siggu setti  hermaðurinn í

umslag

ásamt meðfylgandi bréfi:

Kæra Sigga.

Þú verður að fyrirgefa en en get ekki með nokkru mótu munað hver í
andsk....... þú ert. En taktu endilega myndina af þér úr bunkanum og sendu

restina til baka.

Kveðja
Jón

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður,

allavegna skil ég hann vel, kveðja úr stríðinu, Biggi G.

Biggi G. (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband