Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Svaka svaka
Så det... Takk fyrir þrumustuð í KK og GGGggeðveikt gaman að hitta alla, dansa diskó hlæja og grobba sig og fá innsýn í líf gamalla skólasystkina. (uypsilon púkinn hjælp). Endilega ef einhver á leið um Sönderborg á Als, látið heyra í ykkur og takið kaffi.. Frétti að Kiddi Guðmunds væri á spítala... hristir það pottþétt af sér ... hils,
Einar Runarsson (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 24. maí 2007
Heimssókn
Hæ hæ og takk fyrir síðast, ég verð að taka undir með ykkur um hversu frábært kvöldið var, undirbúningur góður og þessi bloggsíða frábær, sem ég ætla að nota núna til að auglýsa eftir matsölustað hér í Keflavík þar sem ég get komið með 8-10 manna hóp og fengið fjölbreyttan og góðan mat. Áætluð heimsókn á suðurnesin er 14 júní svo ef einhvert ykkar getur bent mér á stað/staði sem vert er að skoða væri það frábært. Þetta er skemmti-og skoðunarferð um Reykjanes og nágrenni með hópi fólks sem býr á sambýlinu Norðurhlið við Skálatún hér í Mos. Bestu kveðjur Nína
Nína (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 23. maí 2007
"1963" Einfaldlega frábærust og best!!
Hæ Hæ og takk fyrir frábæran dag, tókst í alla staði vel enda frábært fólk. Ég tek undir það að hittast á fimm ára fresti og Ingimar þú þarft ekkert í klippingu þú ert æðislegur eins og þú ert.Þetta var frábært orkuskot fyrir annríki vorsins í sveitinni og vel á minnst, ég er ennþá brosandi!! Enn og aftur , Gummi, Jóna, Bryndís og allir hinir í nefndinni, frábær skemmtun,matur og bloggsíða takk takk . Verst að missa af Bergásballinu .Bless og kveðja úr fjárhúsunum meeeeeeee!! Dísa
Þórdís Jónsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 18. maí 2007
Hæ!!!!
Hæ öllsömul og takk fyrir síðast!!!! Já ég tek undir með síðasta ræðumanni, á fimm ára fresti er flott (verð kannski búinn að fara í klippingu þá). Þessi samkoma okkar er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert í mörg á (fyrir utan mótorhjóla ferðirnar mínar %uF04A) og að hitta fólk sem maður hefur ekki séð í 10-20 ár var alveg frábært. Tíminn var bara of stuttur svo margir sem maður náði ekki að tala við nema örfá orð. Engan veginn nóg til að vita hvað fólk hefur verið að bralla síðustu 10 ár. Gunnhildur flott hjá dóttur þinni. Ég er vissum að við öll sem 12 ára krakkar héldum að 44 ára maður eða kona væri æfa gamall eða gömul!! Enn ansk. flýgur þetta hratt, mér finnst ég ekki vera 44!!! %uF04A Enn svo reynir maður gamla snúninga og kemst fljótt að því að maður stoppar í miðjum snúning!!! %uF04A %uF04A Gummi ég held að þú hafir skapað nýjan standard fyrir fermingarafmælis vefsíðu!! Ég hef sýnt mörgum síðuna og viðbrögðin alltaf þau sömu, fábært framtak!! Vonandi hitti ég sem flesta á Íslandi í sumar!!! Kveðja frá sunny Miami. Ingimar.
Ingimar Petursson (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 17. maí 2007
Flottur pistill
Frábær pistill hjá þér Gunnhildur. Engin spurning að tíminn flaug frá manni þetta kvöld án þess að maður næði að spjalla við helmingin af þeim sem mann langaði til. Ég væri rosa glaður ef við hittumst á fimm ára fresti eftir þetta, enda erum við komin á grafarbakkann :-)
Guðmundur Þórðarson, fim. 10. maí 2007
Smá hugleiðing um kvöldið góða!
Hæ elskuarnar og takk fyrir síðast! Þetta var ólýsanlegur dagur sem ég vil helst aldrei gleyma. Sá þó af myndunum að ég náði ekki að spjalla við helmingin af fólkinu!! Það er því nokkuð ljóst að við verðum að hittast sem fyrst aftur!! En snúum okkur að ástæðunni fyrir þessun pistli - sem er kannski grátbrosleg: Ég var sum sé að sýna dóttur minn, Þórhildi 12 ára, myndir frá fermingarafmælinu og fór móðirin mjög halloka úr þeirri viðureign með þessum orðun: ,,Æ mamma mín -þú myndast bara svo illa!! (Móðirin ekki sátt). Myndirnar rúlluðu áfram og móðirin benti á ýmsa aðila og nöfn því samfara og ljóst að móðirin hefur frætt börnin vel um ,,lífið í Keflavík" forðum daga enda lifir tíminn og fólkið mjög sterkt í minningunni (gott mál). Af öllum öðrum ólöstuðum voru athugasemdir við myndir af Vali vin mínun á þennan hátt: ,,Já, hinn margumtalaði?". (Já - sorry sumir hafa tekið meira pláss en aðrir en ég elsk´ykkur samt öll). Áfram héldu myndirnar ,,af þessum gamla fólki" eins og dóttirin benti á (móðirin ekki sammála - fannst allir hrikalega sætir). Síðan komu myndir frá kirkjugarðinum OG HÉR ÆTTU VIÐKVÆMAR SÁLIR EKKI AÐ LESA MEIRA EN ÞETTA ER EKKI ILLA MEINT. Dóttirin vildi vita hvað við hefðum verið að gera í kirkjugarðinum á slíkum degi. Ég útskýrði fyrir henni að það væri hefð fyrir að heiðra minningu okkar fermingarsystkina sem hefðu látist og gátu ekki tekið þátt í hátíðinni með okkur á sama hátt og við hin. Henni fannst það fallegt (Við hækkuðum aðeins í áliti). Síðan spurði hún hvernig þau hefðu látist og ég útskýrði að sumir hefðu látist af sjúkdómum, aðrir af slysförum (eins gengur, sagði móðirin móðurlega!) Já, já, sagði dóttirin - En dó enginn ,,bara svona venjulega"? Ha, hvað meinarðu sagði móðirin? Ég meina, sagði dóttirin, dó enginn bara úr elli!???? Þar hafið þið það - Dótturinni finnst við á grafarbakkanum svo ég mælli með að við hittumst ekki síðar en eftir 5 ár. Lifið heil! Gunnhildur.
Gunnhildur Pétursdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 10. maí 2007
Gummi
Ég vissi að þú myndir ekki klikka Gummi!! Ef þetta er síðasta Bergásball, þá verður það mitt fyrsta og síðasta, frá því í denn!!
Ingimar Petursson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 4. maí 2007
Ólgu sjó!!!!
Ekki spurning Biggi, ekkert gaman af status quo!! Get ekkert að þessu gert, it´s the rebal in me :-) Verdum í bandi í dag, smá fundur hjá mér annars fríííí!!!!
Ingimar Petursson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 4. maí 2007
Ingimar enn að rugga bátnum!
Seinni hálfleikur hvað? Sammála núna, það er ekki rétt að fara þegar fleiri stórviðburðir eru að koma upp - búinn að fresta fluginu til sunnudags. bg
Biggi G. (GSM 8965417) (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 3. maí 2007
Bergás
Að sjálfsögðu mæti ég á Bergáskvöldið. Líklega síðasta skipti sem það er haldið. Call me Ingimar er ekki með símanúmerið þitt.
Guðmundur Þórðarson, fim. 3. maí 2007
Snilldardagur
Guð hvað þetta var skemmtilegt. Þessi dagur gleymist seint. Verið endilega dugleg að senda myndir og skrifa í gestabókina. Kv. Bryndís
Bryndís Guðmundsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 2. maí 2007
Bergás-Kvöld
Jæja nú er seinni hálf-leikur!!! Hver mætir á Bergá kvöldið??
Ingimar Petursson (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 2. maí 2007
Frunsa
Bíddu, bíddu, hvaða gella gaf mér frunsu!! Einar, ekkert að vera ritskoða koma bara með þetta!!!
Ingimar Pétursson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 1. maí 2007
Takk
Ggggeggjað, Takk fyrir..... að vera til. Sætt, stutt en geðveikt stuð! Er að ritskoða myndirnar.. sendi svo á Gumma. Snökt, sakn, hils úr DK... Einar
Einar Runarsson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 1. maí 2007
Takk, Takk, Takk
Halló og takk fyrir síðast,(ég er enn brosandi) ég er sammála þeim sem á undan hafa kvittað, þetta var alveg meiriháttar dagur og kvöld, spenningur og mikil gleði. Örri Takk fyrir frábæran mat, skemmtiatriðin voru frábær, það var gaman hvað þetta tókst allt saman vel. Vonandi verður ekki svona langt í næsta geim. Kær kveðja Herborg Valgeirs.
Herborg Valgeirsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 30. apr. 2007
FRÁBÆRT, FRÁBÆRT, FRÁBÆRT
Halló öll sömul og takk fyrir síðast. Þetta var algjörlega frábær dagur, ég var oggolítið þreytt í gær en mikið rosalega var ég glöð. Þetta tókst frábærlega og vil ég enn og aftur þakka "nefndinni" fyrir frábært framtak. Ég er sammála Randý, alltof langt í næsta geim. En ég bíð spennt. Kveðja til ykkar allra. Sigrún Ragn.
Sigrún Ragn. (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 30. apr. 2007
Meiriháttar!!!! :-))
Ég vil byrja á að þakka nefndinni fyrir frábært starf!! Þetta var virkilega flott hjá ykkur og mætingin alveg frábær!! Það var trúlega gaman að hitta gamla félaga, gamlar vinkonur (þær hafa ekkert breyst þessar elskur, alltaf jafn fallegar). Að bjóða kennurunum í heimsókn var flott, og gaman að hitta þau eftir langan tíma, þau eru ennþá %u201CCOOL%u201D. Gaman væri að halda sambandi við fólkið sem kom, ekki bara til að rifja upp gamla tíma, heldur að fylgjast með því sem fólk er að gera. Þessi árgangur virðist hafa tekist vel til, og gaman að heyra hvað fólk er að gera. Kveðja frá Sunny Miami, Ingimar.
Ingimar Petursson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 30. apr. 2007
Döpur...... en ánægð!!!!!
Takk fyrir frábært kvöld, döpur yfir að þetta er búið og fullt af árum í næstu samkomu. Kossar og knús til allra. Randý bergas1@gmail.com
Randý Jónsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 29. apr. 2007
Nu vill eg sja myndir af godum fagnadi.
Saelir elsku vinir, gat thvi midur ekki komid. En verid nu dugleg ad senda myndir. Med kvedju Toti Pals.
Thordur Palsson (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 29. apr. 2007
Hvar er...
Gúmorren allasammen, Var að renna yfir listann, það verður ekki léttara að muna eftir öllum nöfnunum... en ég sé ekki Danna. Hef ekki hugmynd um hvar hann er, og hef ekki brains í að finna hann. Ef einhver hefur hugmynd, þá ætti sá að gefa honum spark. Ég myndi giska á að hann reki vélsmiðju úti á landi (Raufarhöfn eða Húsavík gæti verið boð..) Kannski fáum við ónefndann kennara úr gaggó til a ð faðma hann ...Nei...;-) .... Og Sæmi Þorkels loksins kominn á listann Flottur! Eigið góðan dag öll sömul.
Einar Runarsson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 24. apr. 2007
Tilhlökkun!!
Jæja nú styttist þetta óðum!!! Það er kominn mikil tilhlökkun í mig að hitta gamla félaga. Sum okkar hafa ekki hist síðan fyrir 10 árum, og margur maðurinn breyst á þeim tíma. Ég tek undir með Einari (Bangsa), það er ekki gott að heimalingarnir mæti ekki þegar við útlendingarnir erum að koma heima einungis til að taka þátt í hátíðarhöldunum!!! Allir nú hringja í þá sem uppá vantar!!! Sjáumst hress og kát eftir nokkra daga. Kveðja frá Sunny Miami, Ingimar
Ingimar Petursson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 23. apr. 2007
Fiðrildi alls staðar
Halló allir. Þessi fiðrildi eru greinilega víða á flögri, því þau hafa tekið sér bólfestu í mínum malla líka. Hlakka til að sjá ykkur öll, ég tala nú ekki um "útlendingana" Kv. Sigrún Ragn.
Sigrún Ragnarsdóttir (Óskráður), fös. 20. apr. 2007
Heimalingar
Já Einar, það vantar aðeins upp á mætingu hjá "heimalingum" Þarf kannski bara að hringja í félagana sem ekki eru á listanum og hrista aðeins af þeim slénið. Mér finnst bara frábært hvað margir koma sem búa erlendis.
Guðmundur Þórðarson, fös. 20. apr. 2007
Fiðrildi í maganum
Frábært hve margir ætla að koma. Ég sit hér með fiðrildi í maganum af spenningi. Hlakka ofboðslega til að hitta alla. Kveðja Bryndís
Bryndís Guðmundsdóttir (Óskráður), fim. 19. apr. 2007
Frábært framtak hjá frábæru fólki !!
Hæ Hæ allir saman. Þessi gíróseðill var greiddur með sérstakri ánægju, ég hlakka mikið til að sjá ykkur, vonandi koma sem flestir, allavega kem ég úr Mývatnssveitinni. Það er búið að vera frábært að fylgjast með og skoða myndirnar. Bestu kveðjur Dísa.(Þórdís Jóns)
Þórdís Jónsdóttir (Óskráður), mið. 18. apr. 2007
Góður slatti, en ekki allir!
Smá vangaveltur. Hvað eru margir "útlendingar" sem mæta? Mér sýnist það vera fólk frá Danmörku, Englandi, USA, Líberíu, Noregi (fleiri?) Eru þá virkilega einhverjir Keflvíkingar sem EKKI ætla að mæta? Listinn er að verða langur, vonandi verður hann lengri.
Einar Runarsson (Óskráður), mið. 18. apr. 2007
gaman gaman
Frábært að þú mætir, hlökkum öll til að sjá þig.
Guðmundur Þórðarson, þri. 17. apr. 2007
Hæ aftur
Ég kem, búin að redda öllu og var að kaupa flugmiðann - allt saumaklúbbnum mínum að þakka! Hlakka til að sjá ykkur öll og knúsa ykkur stelpur!
Gunnþóra Ólafsdóttir (Óskráður), þri. 17. apr. 2007
Kveðja frá Bristol
Hæ allir! Glæsileg síða, frábært framtak! Er búin að skemmta mér vel við að skoða myndirnar. En núna langar mig svoooo að sjá ykkur 'in-the-flesh'. Er að skoða málið. Bestu kveðjur frá Bristol, Gunnþóra
Gunnþóra Ólafsdóttir (Óskráður), mán. 16. apr. 2007
http://erbull.erer.dk/
Ef einhver hefur áhuga, þá er heimasíðan www.erer.dk og prívatbullið http://erbull.erer.dk og meil einar@erer.dk. Ég gæti hugsað mér að fá uppl um árganginn, nöfn, heimilisf, netföng ofl. Allavega
Einar Runarsson (Óskráður), fim. 8. mars 2007
Bangsi
Sit hérna í vinnunni, klökkur með gæsahúð! Flott framtak, verð að reyna að komast í gillið! Kveðja úr danaveldi
Einar Runarsson (Óskráður), mið. 7. mars 2007
Sætið við hliðina
Vona bara að einhver sitji við hliðina á mér yfir hafið!!! :-))
Ingimar Petursson (Óskráður), fös. 2. mars 2007
Kominn með farmiðann!!
Jæja, nú er farmiðinn kominn í hönd og allt klárt!! Ég get ekki beðið þangað til gamanið hefst. Bíddu, bíddu, þetta er 20 ára afmæli er það ekki!!! Kveðja frá Miami, Ingimar.
Ingimar Petursson (Óskráður), fös. 2. mars 2007
Flott framtak
Sæl Gaman að sjá myndirnar og allt hitt hér á síðunni. Kveðja Óskar Birgisson Húsavík
Óskar Birgisson (Óskráður), mán. 26. feb. 2007
Við erum náttúrlega bara snilld!
Ég tek undir með Heiðu beib - Búin að hlægja mig í hel yfir öllum myndunum...og minningarnar sem hrannast upp eru bara fyndnar. Myndi ekki deyja þó ég sæi fleiri myndir (á því miður engar sjálf). Frábær heimasíða og ég get bara varla beðið eftir að hitta ykkur aftur. Kveðja, Gunnhildur.
Gunnhildur Péturdóttir (Óskráður), lau. 24. feb. 2007
30 ár í alvöru?
Ég er ekki orðinn eldri en það að þegar að guttinn minn fékk bílpróf um daginn þá rifjuðust upp gamlir tímar.Og úps krakkar í dag láta ekki illa,man einhver eftir því hvað var gert á meðan að við vorum í skóla???Ég segi bara aumingja kennararnir´. Ef til vill er best að hugsa bara um það og sleppa að prenta. En frábært framtak hjá nefndinni og sjáumst hress þann 28 april. Garðar Gunnarsson
Garðar Gunnarsson (Óskráður), lau. 24. feb. 2007
gaman, gaman og bara gaman.
þetta er frábær síða og meiriháttar framtak, ég er búin að hlæja og hlæja af myndunum og ég mæti örugglega héðan úr sveitinni minni, kær kveðja úr dölunum. áslaug finnsdóttir 9-F
Áslaug Finnsdóttir (Óskráður), mið. 21. feb. 2007
Flott framtak
reyni að mæta þó KK húsið sé ekki í næsta nágrenni. Biggi G. (gudbergsson@un.org) Líberíu, V-Afríka - Sameinuðu Þjóðirnar
Birgir Guðbergsson (Óskráður), lau. 17. feb. 2007
Þetta er bara geggjað !!!
Gummi, flott síða. Þakka kröftugri nefnd fyrir framtakið. Hlakka til að komast í góðgætið hjá Erni Garðars og að hitta gengið eftir öll þessi ár. Bestu kveðjur, Albert Sig. (abbisig@simnet.is)
Albert Sigurðsson (Óskráður), fös. 16. feb. 2007
Madur verdur bara ad mæta!
Mikid rosalega er gaman ad sjå myndir af ykkur/okkur! Madur verdur bara ad mæta til ad sjå ykkur øll eftir svo langan tima. Hlakkar til ad sjå ykkur i april! Kær kvedja fra Oslo. Kristin Hrund
Kristin Davidsdottir Alm (Óskráður), fim. 15. feb. 2007
Gaman að sjá þetta verða að veruleika
þetta er flott hjá þér gummi og gaman að sjá nýjar myndir bætast við. Hvernig væri að setja upp sér linka fyrir fermingarbekkina þar sem hægt væri að setja inn síma og e-mail?
Ólafur Ingiberss (Óskráður), þri. 13. feb. 2007
Skemmtilegar myndir
Frábær hugmynd að hafa svona síðu. Myndirnar fá mann virkilega til að rifja upp æskuminningarnar. Verum dugleg að senda slóðina. Kveðja Bryndís
Bryndís Guðmundsdóttir (Óskráður), mán. 12. feb. 2007
Frábær síða
Þetta er meiriháttar síða hjá þér Gummi er viss um að þetta verður skoðað mikið á næstu mánuðum. kveðja Freyr Sverris
Freyr Sverrisson (Óskráður), mið. 7. feb. 2007
Undirbúningur hafinn
Þá er undirbúningur fyrir 30 ára fermingaafmæli árgang 1963 Keflavík hafinn. Áætlað er að hafa þetta þann 28. apríl í KK salnum.
Guðmundur Þórðarson, þri. 6. feb. 2007