Smá vangaveltur um okkur.

Fólk sem að fæddist fyrir 1990 ætti að vera dáið!!! (eða vorum við bara heppin??) Já, samkvæmt löggjöfum og skriffinnum nútímans ættu þau okkar sem voru börn á 5., 6., 7. og 8. áratug síðustu aldar ekki að hafa   lifað af.  HVERS VEGNA VAR ÞESSI NIÐURSTAÐA OKKAR SVONA?  

  • Jú, barnarúmin okkar voru máluð með blýmálningu. 
  • Það var engin barnalæsing á lyfjaglösum, hurðum eða skápum. 
  • Þegar við hjóluðum notaði ekkert okkar hjálm. 
  • Sem börn sátum við í bílum án öryggisbelta og/eða púða.                              
  • Að fá far á vörubílspalli var sérlega gaman. 
  • Við borðuðum brauð með smjöri, drukkum gos með sykri, en fæst okkar lentu í offituvandamálum,  því við vorum alltaf úti að leika. 
  • Við deildum gjarnan gosflösku með öðrum og allir drukku úr sömu flöskunn án þess að nokkur létist. 
  • Við vörðum löngum stundum í að byggja kassabíl úr dóti og drasli og þutum á honum niður  brekkuna, bara til að uppgötva að við höfðum gleymt bremsunum. Eftir nokkrar veltur lærðum við að leysa vandamálið. 
  • Við fórum að heiman snemma á morgnanna til að leika okkur allan daginn og   komum aftur heim í kvöldmat.  Enginn hafði möguleika á því að ná í okkur yfir daginn. 
  • Engir farsímar. Ha,engir farsímar? Óhugsandi! Sumir áttu litlar talstöðvar sem var flott að eiga! 
  • Við áttum ekki Playstation, Nintento 64, X- box, enga tölvuleiki,ekki fjölmargar rásir í  sjónvarpinu, ekki video,ekki  gerfihnattasjónvarp, ekki heimabíó, farsíma, heimilistölvu eða spjallrásir á Internetinu. 
  • Við eignuðumst vini! Við fórum bara út og fundum þá. 
  • Við duttum í skurði, skárum okkur, fótbrotnuðum, brutum tennur, en enginn var kærður fyrir þessi óhöpp. Þetta voru jú óhöpp. Það var ekki hægt að kenna neinum um, nema okkur sjálfum. Manstu eftir óhappi? 
  • Við slógumst, urðum blá og marin og lærðum að komast yfir það. 
  • Við lékum okkur í nýbyggingum, fundum upp leiki með naglaspýtum og drasli, átum maðka og reyktum njóla. Þrátt fyrir aðvaranir voru það ekki mörg augu sem duttu út og ekki lifðu maðkarnir inni í okkur til eilífðar og margir gáfust upp á fyrsta njólanum! 
  • Við hjóluðum eða gengum hvert til annars, bönkuðum á dyrnar, gengum inn og létum eins og heima hjá okkur. 
  • Við lékum okkur úti eftir kvöldmat, fórum í fallin spýta,eina krónu, eltingaleik eða feluleik, svo ekki sé minnst á löggu og bófa. 
  • Svo þegar aldurinn sagði til sín fórum við í kossaleik og eignuðumst kærustu/kærasta. 
  • Það þurfti engar félagsmiðstöðvar eða neina til að stjórna okkur - Við stjórnuðum okkur sjálf.
  • Sumir nemendur voru ekki eins glúrnir og aðrir, þeir lentu í tossabekk. Hræðilegt..En þeir lifðu af. 
  • Engin vissi hvað Rídalín var og engin bruddi pillur sem barn. 
  • Við fórum í sunnudagsskóla eða sóttum KFUM og K, sungum og vorum í skátunum og lærðum hnúta og kurteisi. 
  • Ef það sprakk á hjólinu lagfærðum við það í sameiningu já eða alveg sjálf. 
  • Morgunkornið okkar var m.a. TRIX morgunkorn og við lifðum af litarefnið í því...

  OG AFLEIÐINGIN ER ÞESSI! Síðustu 50 ár hafa verið sprengja nýsköpunar og nýrra hugmynda. Við áttum frelsi, sigra ósigra og ábyrgð og við lærðum að takast á við það allt saman. Við sem ólumst upp áður en löggjafi og stjórnvöld settu lög og reglur um líf okkar sem þeir segja að sé "okkur sjálfum fyrir bestu"?. Þessi kynslóð hefur alið af sér fólk sem er tilbúið að taka áhættu, góð að leysa vandamál og bestu fjárfestar nokkru sinni.  Við áttum bara gott líf er það ekki?


Tökum hann inn þegar við vöknum

Margir úr okkar árgangi fóru í skóla í Reykjavík. Sumir tóku sig saman og leigðu íbúð,og var þá oft glatt á hjalla. Hér er saga af einum sem ekkert var búinn að hafa samband heim lengi. Hann leigði íbúð ásamt nokkrum skólafélögum sínum. Einn daginn tók faðirinn sig til og skrapp til Reykjavíkur til að heilsa upp á hann. Kom hann þangað eldsnemma morguns, og húsið þar sem sonur hans átti að búa, var harðlæst og hljótt. Faðirinn bankaði og bankaði á dyr, uns gluggi var opnaður og einhver spurði: Hver skrattinn gengur á ? Býr ekki Þorfinnur Sigurgeirsson hér segir faðirinn ? Jú rétt er það" ansar hinn áhugalaust og syfjulega. Skildu hann bara eftir á tröppunum. Við tökum hann svo inn fyrir, þegar við erum betur vaknaðir!

kv. Freyr


Hafði ekki efni á því.

Örn Garðars var sniðugur þegar hann byrjaði að stunda partýin í old days. Eitt sinn var hann staddur í partýi og spyr kærustupar um það hvort að hann megi kyssa brjóstin á kærustunni fyrir 10 þúsundkall. Þau ganga að þessu því þeim vantaði pening og fara inn í næsta herbergi þar sem að stelpan fer úr blússunni og brjósta haldaranum.Örri leggur andlitið upp að brjóstunum og horfir hugfanginn á. Nokkrar mínútur líða og kærastinn er farinn að ókyrrast og spyr: "Ætlarðu að kyssa á henni brjóstin eða ekki."
"Til er ég en ég hef bara ekki efni á því sagði Örri

kv. Freyr


Foreldrar kennarans

Það gerðist eitt sinn í kennslu í 7. bekk í Holtaskóla að Ásgeir (Goggur) kennari kemur inn í stofu og þá er búið að teikna á töfluna ófagra skrípamynd, sem líktist honum grunsamlega mikið. Enda hreytti Ásgeir út úr sér: Hver ber ábyrgð á þessu misheppnuða spaugi? Þá segir Himmi K: Að sjálsögðu foreldrar kennarans.

kv. Freyr


Aumingja pabbi

Í lok kennslustundar í Reikningi í 6. bekk sagði kennarinn: Fyrir næsta tíma eigið þið að leysa tíu fyrstu dæmin á blaðsíðu 62. Og líka fyrstu tíu dæmin á þar næstu síðu. Eftir nokkra þögn heyrðist í Sæma Valdimars: Aumingja pabbi.

kv. Freyr


Helv.......kennarinn.

Eftir ein vorprófin kom Biggi Guðbergs heim úr skólanum með einkunnabókina og eftir að pabbi hans hafði lesið bókina, segir hann. "Allt of lélegar einkunnir? Hér þarf refsingu til! Gott pabbi segir Biggi ég veit hvar kennarinn á heima.

kv. Freyr


Humarinn

Þessi saga segir frá Ásdísi Ýr sem kom inn í fiskbúðina á Hringbrautinni og spurði um humar. "Hérna er ég með úrvalsgóðan humar segir Júlli fisksali, eins og þú getur séð er hann sprelllifandi." Já ég sé það sagði Ásdís, en er hann nýr?

kv. Freyr


Blessaður

Ingimar Pétursson er búsettur í Bandaríkjunum og áður en hann flutti þangað þurfti hann að ferðast oft í flugi í sambandi við vinnu sína. Eitt skipti þegar hann kemur í sætið sitt í flugvélini sér hann að maður situr í sætinu við hliðina.Sæll og blessaður segir Ingimar, það er gott að við skulum vera sessunautar. Ég þoli ekki þetta Atlantshafsflug. Ég get aldrei sofnað í flugvélum. Ég er búinn að sjá bíómyndina og seinast þegar ég flaug á milli sat enginn hjá mér og gat ég ekki talað við neinn.” Þá segir maðurinn:”Sprechen Sie Deutsch?”

kv. Freyr


Allt hægt

Þegar Kiddi Guðmunds bjó í Heiðarholtinu hringdi hann í Baldvin Nielsen og bað hann um að hjálpa sér að bera píanó upp á 3. hæð. Þegar Baldvinn kemur til Kidda er hann búinn að koma píanóinu fyrir í stofunni. Tókstu píanóið einn upp stigan, nei,nei ég lét köttinn draga það upp. Hvernig gat lítil köttur dregið svona stórt píanó upp 3 hæðir. Ég notaði svipu, sagði Kiddi

kv. Freyr

Kjaftaði ekki frá

Á tuttugu ára fermingarafmælinu sem haldið var á Staðnum sem þá hét, var farið í partý eftir skemmtunina.Einn af þeim sem fór í partý var Valur Ketils. Þegar Valur  vaknaði eftir hádegi daginn eftir og kemur fram hittir hann strákinn sinn og segir kjaftaðir þú nokkuð í mömmu þína hvenær ég kom heim. Nei, en hún spurði mig klukkan hvað þú hefðir komið heim og ég sagðist ekki hafa tekið eftir því - af því ég hefði verið svo önnum kafinn við að borða morgunmatinn

kv. Freyr


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband