Fleiri myndir, meira efni, meira gaman

Mig vantar myndir og efni. 

Ég hef fengið eitthvað af myndum en það kemur nánast allt úr sama hóp, og mig vantar því meiri breydd í myndaúrvalið.  Sérstaklega vantar mig þá fermingahópa sem ekki er komið á síðuna. Einnig vantar mig fleiri bekkjamyndir og bara allskonar myndir. Gaman væri að fá einhverjar stuttar sögur oþh. sem hægt væri að byrta á forsíðunni.

Ef þið hafið ekki færi á að scanna þetta inn og senda mér í e-mail, hafið þá samband við mig í síma 860-5204 eða gummi@hs.is og við finnum einhverja lausn á því.

Kv. Gummi


Með þetta á hreinu

Eins og flestir vita er Elvar Gottskálksson frábær texta og lagahöfundur og átti lag í undankeppni Eurovision á RUV.

Hann var fyrir nokkrum árum staddur á ráðstefnu um dægulagatexta og innihald þeirra, og sýndist sitt hverjum. Gunnar Þórðarson var þarna og spurði viðstadda hvort þeir vissu hvaða texta Eva hefði sungið þegar Adam fór út að Pissa. Elvar var sá eini sem var með rétt svar: He’s got the whole world in his hands.

Kv. Freyr

Þar sem við eigum núna 30 ára fermingarafmæli þá styttist einnig í 30 ára brúðkaupsafmæli hjá mörgum.

 Hjónin höfðu rifist heiftarlega á 30 ára brúðkaupsafmælinuKarlinn hrópar: Þegar þú deyrð kaupi ég legstein með áletruninni “Hér hvílir konan mín köld eins og ævinlega. Konan svaraði af bragði og þegar þú deyrð kaupi ég legstein sem á stendur “Hér hvílir maðurinn minn stífur – loksins.” 

Steini á hótelinu


20 ára fermingaafmælislagið.

File0027

Ekki alveg með þetta á hreinu

Það var ónefnd stelpa í 9. bekk sem kom í viðtal við skólahjúkkuna í Holtaskóla. Ég er farin að eiga við stráka og til að verða ekki ólétt getur þú látið mig hafa einhverja getnaðarvörn.

Já það er ekkert vandamál segir hjúkkan þú færð pilluna og tekur eina á dag og þetta verður ekkert vandamál. Mánuði seinna kemur stelpan í viðtal og segir ég held að ég sé ólétt. Hvað ert þú að segja tekur þú ekki pilluna sem ég lét þig hafa?     Jú ég geri það en hún dettur alltaf úr.

Kv. Freyr


Því miður.

     Steinþór Jónsson er eins og allir vita heimsborgari heim að sækja á Hótel Keflavík.  Þessi saga segir frá því þegar Steini var ný búinn að opna Hótelið og var hann þá allt í öllu og var sjálfur í mótökunni. 

     Einn hótelgestur hringir í mótökuna og Steini svarar, Já hvað get ég gert fyrir þig?  Getur þú verið svo vænn að koma með handklæði upp í herbergi 108? Þá kemur smá þögn í símann, og Steini svarar “Nei því miður það er verið að nota það."

 Kv Freyr

Saga úr Holtaskóla

Þeir Eyjólfur (bakari) og Ingvar Guðmunds hittust á biðstofunni hjá skólahjúkkunni í Holtaskóla. Hvers vegna ert þú að skæla?” spurði Ingvar. “Ég er að fara í blóðprufu “sagði Eyjólfur og var greinilega mjög kvíðinn. Og hvað er svona voðalegt við það?” spurði Ingvar. Síðast þegar ég fór í blóðprufu munaði minnstu að hjúkkan skæri af mér puttann. Við þessi orð varð Ingvar fölur og brast í grát. “en af hverju ert þú að væla?” spurði þá Eyjólfur. “Af því að ég er að skila þvagprufu, sagði Ingvar.

Kv. Freyr


Þegar við vorum saklaus/vitlaus

 Það var í Landafræðitíma í 6. bekk  Kennarinn sem var Steinar Jóhanns spurði Palli Gunnars hvort er lengra til Kanada eða tunglsins ? Palli svaraði "Kanada"  Þá sagði Steinar nei" hvernig dettur þér það í hug? Palli svaraði" það liggur í augum uppi. Maður sér til tunglsins héðan, en ekki til Kanada."

Í Náttúrufræðitíma hjá Gunna kennara var Óli Ingibergs spurður af því hvort hann gæti nefnt eitthvað dýr sem byggi í Ástralíu. Óli var fljótur að svara "Kengúra". Gott hjá þér Óli, en getur þú nefnt mér eitthvað annað dýr sem á líka heima í Ástralíu?" Það stóð ekki á svari hjá Óla " önnur kengúra."

Rúnar Ingibergs og Jóna Björg voru einu sinni samferða heim eftir skóla í 5. bekk. Á leiðinni sagði Rúnar við Jónu Björgu hvað heldur þú að ég hafi fundið í skólanum í dag? Hvað sagði Jóna. Ég fann smokk bak við miðstöðvaofninn." Hvað er miðstöðvarofn sagði Jóna?"

Kveðja Freyr Sverris


Nefndin

Nefndin hittist síðasta miðvikudagskvöld og fór yfir skipulag fermingaafmælisins þann 28. Apríl.  Skipulag dagsins er komið á lokastig og gíróseðlar og bréf ætti að berast öllum fermingasystkinum fljótlega eftir helgi.  Það er það sama og er hér að neðan.  Ég vil biðja mótakendur að athuga að krafan á seðlinum fyrir fermingaafmælið er stíluð á Ásdís Ýr Jakobsdóttir.

Margir eru búnir að hafa samband við mig og sent myndir og láta vita af sér og það er frábært að fá að heyra í gömlum félögum.  Endilega vera dugleg að hafa samband, senda myndir og láta heyra í sér.

Það sem fólk getur gert til að senda tilkynningar oþh er að skrifa í athugasemdir sem Nefndin 2007er undir hverri grein sem byrtist á forsíðunni eða hreinlega fara í gestabókina og skrifa skilaboð þar.  Það þarf að gefa upp póstfang þegar skrifað er í gestabók/athugasemdir en það póstfang byrtist ekki í undirskrift.  Ef einhver vill skrifa grein eða pistil sem á heima á forsíðu, endilega senda hana á mig gummi@hs.is og ég set hana upp. 

Ég vil endilega hvetja fólk til að vera duglegt að koma með efni/sögur/myndir ofl, öðruvísi verður þessi síða ekki lifandi og skemmtileg.

Hérna fylgir mynd af undirbúningnefndinni.


Bréf til fermingasystkina

Í ár eru 30 ár frá því að við játuðum trú okkar og fermdumst.  Við ætlum að hittast og eiga skemmtilega stund laugardaginn 28. apríl 2007. í húsi Karlakórs Keflavíkur við Vesturbraut.

Eins og áður þá ætlum við að hittast kl. 17:00 Keflavíkurkirkju. 

Um kvöldið opnar húsið kl.19:30 með fordrykk. Örn Garðarsson reiðir síðan fram dýrindis kvöldverð eins og honum einum er lagið en borðhald hefst stundvíslega kl. 20:00

Við ætlum að skemmta okkur makalaus fram eftir nóttu eða til 03:00 með dúndrandi diskóteki, skemmtiatriðum, myndasýningu o.fl.  Veislustjórn verður í höndum Freys Sverrissonar og ætlar hann að teyma okkur í gegnum áratugina þrjá á sinn einstaka hátt.  Ef einhver hefur áhuga á að koma sér á framfæri þá er hinn sami beðinn um að hafa samband við Frey í síma 897-8384 

Mælst er til að fólk komi með mjöðinn með sér en auðvitað verðum við með varabirgðir (bjór, Breezer og gos) sem seldar verða á vægu verði.

Gummi Þórðar ætlar að halda úti heimasíðu fyrir okkur, og þið getið tekið þátt og fylgst með umræðum á netinu. Á heimasíðunni verða myndir frá þessum skemmtilega tíma og ef þú laumar á einhverri skemmtilegri mynd sem gaman væri að birta væri tilvalið að skanna hana inn og senda í tölvupósti til Gumma. Slóðin er: www.1963.blog.is      

Hjálagt fylgir greiðsluseðill fyrir herlegheitunum sem er að upphæð 5.000,-.  Nauðsynlegt er að greiða seðilinn fyrir 20. apríl  nk.    Ef einhver afgangur verður af skemmtuninni þá verður honum varið til líknarmála. 

Steinþór Jónss á Hótel Keflavík býður uppá frábært tilboð á gistingu.  Makalaust herbergi fyrir einn kr. 7300 m/ glæsilegum morgunverði (Fullt verð kr. 19800),  Makalaust herbergi fyrir tvo vini kr. 4900 pr. mann m/ glæsilegummorgunverði (Fullt verð kr. 11,800 pr. mann)

Við hlökkum mikið til að sjá ykkur í góðu skapi, diskófjöri og full af góðum minningum.

Með vinsemd og virðingu, Nefndin

 Ásdís Ýr               sími  899-0503 asdis.yr@spkef.is     Bryndís Guðm       sími  897-4252 bbg@mitt.is

Jóna Björg           sími  899-4280 jona@spkef.i            Freyr Sverris s     sími  897-8384  freyr@mitt.is

Guðmundur Þórð   sími 860-5204  gummi@hs.is           Óli Ingibers         sími  692-1963  oli1963@mmedia.is

Rúnar Ingib.          sími  896-2861 runsol@simnet.is     Valur Ketils           sími                valur@kefairport.is

Örn Garðars.         sími 692-0200  orn@soho.is


Fermingarafmæli árgangs 1963 Keflavík

Þá er undirbúningur hafinn að fermingarafmæli árgangs 1963 Keflavík.10áraafmæli

Áæltað er að hittast þann 28. apríl í KK húsinu í Keflavík.  Örn Garðarsson mun sjá um matinn og Freyr Sverrisson mun vera skemmtanastjóri.  Diskótekari mun sjá okkur fyrir frábærri tónlist og munu verða ýmsar "uppákomur" 

Undirbúningnefndin óskar eftir að fá myndir sem hægt er að nota á heimasíðuna og sem skemmtiefni.  Endilega dustið rykið af myndunum og sendið þær á Gumma Þórðar, gummi@hs.is eða hafið samband við hann í síma 860-5204 ef þið hafið ekki færi á að scanna eða senda þær í e-mail. 

 

                                                                                                          1987 á 10 ára afmælinu 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband