Hrannar Hólm klár strákur.............

Hrannar Hólm var sá klárasti í sínum bekk, og var alltaf fyrstur að klára prófin og spurningarblöðin. Svo að þú hafir nú eitthvað að gera, eftir að vera  fyrstur búinn að svara spurningarblaðinu, ætla ég að spurja þig aukaspurningar segir kennarinn. " Hrannar  minn, þú ert nú svo klár, og spurningin er svona. Það eru 5 fuglar á grein, þú ert með byssu og skýtur einn fuglinn, hvað eru þá margir fuglar eftir?" "Enginn", svarar Hrannar. "Hvað meinar þú... enginn?", spyr kennslukonan? "Já, einn drepst, dettur til jarðar og hinir fljúga í burtu"  segir Hrannar. Kennslukonan kinkar kolli og segir "svarið átti nú að vera 4, en mér líkar hvernig þú hugsar"

Örstuttu seinna réttir Hrannar  upp hendi. "Já Hrannar " "Má ég spyrja þig einnar spurningar?" "Endilega" segir kennslukonan. "Ókei, 3 konur standa við ísbíl, og allar eru búnar að kaupa sér ís, ein af þeim sleikir ísinn, ein af þeim bítur í ísinn og ein af þeim sýgur ísinn. Hver þeirra er gift?" Spyr Hrannar Kennslukonan roðnar og segir, "Eee....ég veit ekki alveg, ætli það sé ekki sú sem sýgur ísinn?....eða eitthvað" "Neeiiii" segir Hrannar , "það er sú sem er með giftingarhringinn, en mér líkar hvernig þú hugsar"

Kv.Freyr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband