Hvernig draumaprinsinn á að vera:

Upphaflegi listinn: miðað við 22 ára aldur.

1. myndarlegur
2. heillandi
3. fjárhagslega sjálfstæður
4. umhyggjusamur hlustandi
5. skemmtilegur
6. í góðu líkamlegu formi
7. klæðast smart
8. kunna að njóta lífsins
9. vera fullur af skemmtilegum uppákomum
10. hugmyndaríkur og rómantískur elskhugi á hverju kvöldi.

Endurnýjaður listi við 32 ára aldur.
1. myndarlegur (helst ekki byrjaður að fá skalla)
2. opnar bíldyrnar og dregur fram stólinn fyrir mig.
3. Hefur efni á að bjóða mér út að borða af og til.
4. Hlustar frekar en að tala.
5. hlær að bröndurunum mínum
6. finnst létt mál að halda á innkaupapokunum heim.
7. á allavega eitt fallegt bindi
8. elskar heimatilbúin mat
9. man eftir afmælum í fjölskyldunum
10. er í stuði fyrir rómantískt kvöld - alla vega einu sinni í viku.

Endurnýja þurfti listann við 42 ára aldur.
1. Ekki mjög ófríður - sköllóttur er allt í lagi.
2. keyrir ekki af stað fyrr en ég er komin inn í bílinn.
3. er með fasta vinnu - og tímir stundum að fara út að borða
4. kinkar kolli og þykist hlusta þegar ég er að tala við hann
5. man eftir því hvenær á að hlægja af bröndurunum mínum
6. er í nógu góðu formi til að geta fært til húsgögn.
7. klæðist skyrtum sem eru nógu stórar til að hylja ístruna
8. borðar ekki alltaf fyrir framan sjónvarpið
9. man eftir að setja klósettsetuna niður
10. rakar sig alla vega um helgar.


Við 52 ára aldur var þörf á að endursemja óskalistann.
1. snyrtir reglulega hárin í nefinu og í eyrunum.
2. ropar ekki né klórar sér að neðan - á almannafæri
3. fær ekki oft lánaða peninga hjá mér
4. sofnar ekki þegar ég er að tala við hann
5. segir ekki oft sömu brandarana
6. er í nógu góðu formi til að geta alla vega drullað sér úr húsbóndastólnum um helgar.
7. hefur vit á að fara í eins sokka á báðar fætur og skiptir um nærföt.
8. býður mér út að borða á konudaginn
9. man eftir afmælisdeginu mínum
10. rakar sig einstaka sinnum.

Þrátt fyrir lækkandi kröfur fannst prinsinn ekki

og þörf var á að endurskoða óskalistann við 62 ára aldur.
1. ég vona að lítil börn hræðist hann ekki.
2. og að hann finni klósettið á nóttinni
3. sé ekki með skuldir frá kannski fyrra hjónabandi
4. að hann hrjóti ekki mjög mikið
5. man afhverju hann var að hlæja
6. sé í nógu góðu formi til að geta staðið upp úr húsbóndastólnum hjálparlaust.
7. að hann komi sér í einhverjar spjarir um helgar
8. að hann elski mjúkan mat og að vindgangur þjái hann ekki
9. að hann muni hver hann setti fölsku tennurnar
10. að hann muni eftir því að baða sig af og til.


Við 72 ára aldurinn voru aðeins tvær óskir á listanum
1. að hann andaði
2. og að hann hitti yfirleitt á klósettið.

Kv. Freyr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband