Frábært fermingaafmæli

skilti

Fermingaafmælið var í gær 28. apríl.  Dagurinn tókst frábærlega í alla staði.  Ca. 70-80 manns mætti í kirkjuna á minningarathöfn  sem var haldin kl 17, síðan var farið út í kirkjugarð og skreitingar settar á leiði látinna fermingasystkyna.

Kvöldið var frábært og gat ekki betur séð en að allir skemmtu sér vel.  Maturinn hjá Erni Garðars var rosalega góður.  Freyr stjórnaði kvöldinu að sinni alkunnu snilld.  5 kennarar mættu og heldu fyrir okkur glæsilega tískusýningu.  Svakalega var gaman að þau komu að skemmta okkur og nefndin er ákaflega þakklát fyrir þakkirnar og hversu vel fólk skemmti sér.  Kennararnir sem mættu voru Jónína, Guðbjörg, Gunnar, Steinar og Jói Geirdal

Plötusnúðurinn hélt upp svaka stuði á mannskapnum og var dansgólfið nánast alltaf fullt.  Mikið fjör, mikið gaman.  Verst var hversu kvöldið leið hratt.  Einhver slatti af fólki fór í partý til hans Kidda Guðmund fram undir morgun.

Takk fyrir frábært kvöld, það var rosalega gaman að þessu.  Ég kem til með að setja inn myndir áfram gömlum og nýjum.  Ef þið eruð með einhverjar góðar myndir úr partýum og kvöldinu þá væri flott ef þið mynduð maila þær á mig.  gummi@hs.is

 Kv. Gummi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband