13.4.2007 | 15:28
Skjöldur bað mig að koma þessum skilaboðum að fyrir sig
Þegar ég var orðinn 18 eignaðist ég kærastu, en það var engin ástríða. Svo ég ákvað að finna mér ástríðafulla stelpu með tilfinningu fyrir lífinu og tilverunni.
Á háskólaárunum var ég með ástríðufullri stelpu, en hún var of tilfinningasöm. Allt var neyðarástand í hennar augum. Hún grét og hótaði að drepa sig.
Ég fann fljótlega að mig vantaði stelpu sem væri traust og jarðbundinn.
Loks, þegar ég var orðin 25 hitti ég mjög jarðbundna stelpu, en hún var leiðinleg. Hún var algjörlega útreiknanleg og varð aldrei spennt yfir einu eða neinu.
Lífið varð svo leiðinlegt að ég ákvað að reyna að finna mér stelpu sem að væri spennandi.
Þegar ég var 28 fann ég mjög spennandi stelpu, en gat engan veginn haldið í við hana. Hún rauk úr einu í annað og gat aldrei verið lengi á sama stað eða verið lengi með sömu áhugamálin. Hún framkvæmdi allt sem henni datt í hug, hvort sem það var hættulegt eða fífldjarft og daðraði við allt sem hreyfðist. Hún var skemmtileg en áttavillt. Þannig að ég ákvað að reyna að finna aðra stelpu með metnað.
Þegar ég var orðin 31 fann ég loksins gáfaða stelpu með metnað. Hún var með fæturna á jörðinni og við giftum okkur. Hún var svo metnaðarfull að hún skildi við mig, hirti allt sem ég átti og stakk af með besta vini mínum.
Núna er ég 44 og er að leita að stelpu með stór brjóst!!!
kv. Skjöldur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2007 | 21:50
Flottasta boðskort ever
Sigrún Guðmunds kom til mín nú í vikunni með myndir til að skanna inn fyrir heimasíðuna. Hún hafði í farteskinu boðskort sem þær vinkonur Sigrún og Elísabet gerðu fyrir fertugsafmælið sitt sem þær héldu saman. Mér finnst þetta boðskort það langflottasta sem ég hef séð og ákváð því að skella því hérna á síðuna. Sigrún sagði mér reyndar að kortið hefði verið svo líkt svona typical auglýsingu sem hent er inn um bréfalúguna að margir litu ekki á það einu sinni og vissu síðan ekki að þeim hefði verið boðið í afmælið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2007 | 16:26
STYSTA OG FALLEGASTA ÆVINTÝRI Í HEIMI
Einu sinni spurði strákur stelpu " viltu giftast mér" ?
Stelpan sagði: "nei"
Og strákurinn lifði hamingjusömu lífi eftir það, fór í veiði, horfði á fótbolta, spilaði mikið golf, drakk bjór og prumpaði hvenær sem honum sýndist.
ENDIR
Kv. Freyr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.4.2007 | 16:23
Jói Sig. Sendir kveðju
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
11.4.2007 | 15:33
Freyr og þvottavélin.........
Einn daginn fékk Freyr skyndilega þá köllun að fara að sinna heimilisstörfunum og í einhverju bjartsýniskasti ákvað hann að þvo stuttermabolinn sinn. Hann var varla kominn inn í þvottahús þegar hann kallaði á konuna sína "Á hvaða stillingu set ég þvottavélina elskan?"
"Það fer eftir því hvað stendur á bolnum" kallaði hún til baka.
"Húsasmiðjan" Gargaði hann...
Kv Freyr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.4.2007 | 11:43
Greiðsluseðlar skulu greiðast sem fyrst.
Góðan daginn kæru fermingasystkin. Þá er páskaeggja og öðru ofáti lokið í bili. Vona að allir hafi haft það gott yfir páskana. Þetta var allavega "typical" slökun hjá mér. Éta eins mikið og hægt var og hreyfa sig sem allra minnst.
Þeir sem ætla að mæta í fermingaafmælið þurfa að greiða greiðsluseðilinn fyrir þann 15. apríl.
Það er nauðsynlegt að greiðsluseðlarnir séu greiddir í síðasta lagi þann 15. svo hægt sé ganga frá veisluþjónustu ofl. Þeir sem greiða eftir þann 15. og mæta verða notaðir í skemmtiatriði og leiki sem skemmtinefndin er með á takteinunum sérstaklega fyrir "skussana"
Undirbúningnefndin hittist á morgun og gengur frá endanlegri dagskrá og skipulagningu. 99% endanleg dagskrá fyrir fermingaafmælið ætti því að vera klár eftir annað kvöld og byrtast hér á síðunni. Gott væri að sem flestir tækju upp budduna og borguðu fyrir þann tíma til að gera okkar undirbúning auðveldari.
kv. Gummi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2007 | 14:54
Hvernig draumaprinsinn á að vera:
Upphaflegi listinn: miðað við 22 ára aldur.
1. myndarlegur
2. heillandi
3. fjárhagslega sjálfstæður
4. umhyggjusamur hlustandi
5. skemmtilegur
6. í góðu líkamlegu formi
7. klæðast smart
8. kunna að njóta lífsins
9. vera fullur af skemmtilegum uppákomum
10. hugmyndaríkur og rómantískur elskhugi á hverju kvöldi.
Endurnýjaður listi við 32 ára aldur.
1. myndarlegur (helst ekki byrjaður að fá skalla)
2. opnar bíldyrnar og dregur fram stólinn fyrir mig.
3. Hefur efni á að bjóða mér út að borða af og til.
4. Hlustar frekar en að tala.
5. hlær að bröndurunum mínum
6. finnst létt mál að halda á innkaupapokunum heim.
7. á allavega eitt fallegt bindi
8. elskar heimatilbúin mat
9. man eftir afmælum í fjölskyldunum
10. er í stuði fyrir rómantískt kvöld - alla vega einu sinni í viku.
Endurnýja þurfti listann við 42 ára aldur.
1. Ekki mjög ófríður - sköllóttur er allt í lagi.
2. keyrir ekki af stað fyrr en ég er komin inn í bílinn.
3. er með fasta vinnu - og tímir stundum að fara út að borða
4. kinkar kolli og þykist hlusta þegar ég er að tala við hann
5. man eftir því hvenær á að hlægja af bröndurunum mínum
6. er í nógu góðu formi til að geta fært til húsgögn.
7. klæðist skyrtum sem eru nógu stórar til að hylja ístruna
8. borðar ekki alltaf fyrir framan sjónvarpið
9. man eftir að setja klósettsetuna niður
10. rakar sig alla vega um helgar.
Við 52 ára aldur var þörf á að endursemja óskalistann.
1. snyrtir reglulega hárin í nefinu og í eyrunum.
2. ropar ekki né klórar sér að neðan - á almannafæri
3. fær ekki oft lánaða peninga hjá mér
4. sofnar ekki þegar ég er að tala við hann
5. segir ekki oft sömu brandarana
6. er í nógu góðu formi til að geta alla vega drullað sér úr húsbóndastólnum um helgar.
7. hefur vit á að fara í eins sokka á báðar fætur og skiptir um nærföt.
8. býður mér út að borða á konudaginn
9. man eftir afmælisdeginu mínum
10. rakar sig einstaka sinnum.
Þrátt fyrir lækkandi kröfur fannst prinsinn ekki
og þörf var á að endurskoða óskalistann við 62 ára aldur.
1. ég vona að lítil börn hræðist hann ekki.
2. og að hann finni klósettið á nóttinni
3. sé ekki með skuldir frá kannski fyrra hjónabandi
4. að hann hrjóti ekki mjög mikið
5. man afhverju hann var að hlæja
6. sé í nógu góðu formi til að geta staðið upp úr húsbóndastólnum hjálparlaust.
7. að hann komi sér í einhverjar spjarir um helgar
8. að hann elski mjúkan mat og að vindgangur þjái hann ekki
9. að hann muni hver hann setti fölsku tennurnar
10. að hann muni eftir því að baða sig af og til.
Við 72 ára aldurinn voru aðeins tvær óskir á listanum
1. að hann andaði
2. og að hann hitti yfirleitt á klósettið.
Kv. Freyr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2007 | 11:58
Lyktin
Eldri hjón voru á ferðalagi á húsbíl í Bandaríkjunum.
Allt í einu skýst eitthvað út á veginn og lendir undir bílnum. Þau
stoppa og athuga málið og sjá að það liggur skúnkur á veginum.
Virðist hann vera með lífsmarki svo þau ákveða að taka hann með og fara
með hann til næsta dýralæknis.
Þau taka skúnkinn og leggja á gólfið í bílnum og keyra af stað.
"Skúnkurinn skelfur", segir konan, "ætli honum sé ekki bara kalt".
Settu hann þá á milli fótanna á þér", segir maðurinn.
"...en lyktin?", segir konan.
já,haltu bara fyrir nefið á honum
kv. Gummi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2007 | 12:05
Benz
Miðaldra maður í Ameríku keypti sér nýjan Mercedes til að halda uppá það að konan hans fór frá honum. Fór svo í bíltúr um kvöldið til að sýna sig og sjá aðra. Topp lúgan var dregin niður og vindurinn blés í þær hárlýjur sem ennþá prýddu höfuð hans. Hann gaf hressilega í og þegar hraðamælirinn sýndi 180 sá hann skyndilega að baki sér lögguna með blikkandi ljósin.
Hmrmff... þeir ná mér aldrei á Mercedes Bens og hann gaf í... og gaf aftur í .. Þá tók skynsemin völdin og hann sagði við sjálfan sig "Hvað er eiginlega að mér?" ..hægði á og keyrði út í vegarkantinn.
Löggan kom að honum leit á ökuskírteinið og grandskoðaði bílinn:
"Þetta hefur verið langur vinnudagur" sagði hann "ég er að ljúka vaktinni og það er föstudagurinn 13. Ég nenni ekki meiri pappírsvinnu, og hef engan áhuga á yfirvinnu, - ég gef þér séns. Ef þú getur komið með góða afsökun fyrir þessum ofsahraða sem þú fórst á ,betri en ég hef nokkru sinni heyrt, þá læt ég þig sleppa í þetta sinn"
Kallinn hugsaði sig um nokkra stund og segir loks:
"Kellingin stakk af fyrir nokkrum dögum með lögreglumanni. Ég var, skal ég segja þér, svo hræddur um að þú værir að skila henni"
"Góða helgi" sagði löggan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.3.2007 | 11:10
Hrannar Hólm klár strákur.............
Örstuttu seinna réttir Hrannar upp hendi. "Já Hrannar " "Má ég spyrja þig einnar spurningar?" "Endilega" segir kennslukonan. "Ókei, 3 konur standa við ísbíl, og allar eru búnar að kaupa sér ís, ein af þeim sleikir ísinn, ein af þeim bítur í ísinn og ein af þeim sýgur ísinn. Hver þeirra er gift?" Spyr Hrannar Kennslukonan roðnar og segir, "Eee....ég veit ekki alveg, ætli það sé ekki sú sem sýgur ísinn?....eða eitthvað" "Neeiiii" segir Hrannar , "það er sú sem er með giftingarhringinn, en mér líkar hvernig þú hugsar"
Kv.Freyr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)